Almennir skilmálar
Viðskiptavinir eru hvattir til þess að lesa skilmála þessa vandlega áður en þeir versla á vefsíðu Pole Sport.
Á vefsíðu Pole Sport gilda þessir skilmálar.
Með því að nota vefsíðu Pole Sport samþykkir og viðurkennir neytandi að hann hafi kynnt sér, skilið og samþykkt, án fyrirvara, skilmála þessa, eins og þeir eru á hverjum tíma.
Pole Sport áskilur sér rétt til að breyta reglum og skilmálum þessum án fyrirvara.
Nákvæmni upplýsinga:
Reynt er eftir bestu getu að hafa réttar upplýsingar á vefsíðu Pole Sport. Upp geta komið mistök þar sem rangar dagsetningar eða aðrar upplýsingar koma fram með tiltekinni vöru og eru upplýsingar birtar með fyrirvara um almenn mannleg mistök.
Verð:
Öll verð á síðunni eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur.
Pole Sport áskilur sér rétt til að hætta við námskeið, ef ekki næst skráning t.d. og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á ákveðin námskeið/tíma fyrirvaralaust.
Upplýsingar um vörur og verð
Pole Sport ehf selur vörur og þjónustu í verslun og á vefsíðu Pole Sport. Allt verð á vefsíðu Pole Sport er í íslenskum krónum og þær vörur sem eru virðisauka skatts skildar eru með virðisaukaskatti (VSK) og birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Verð á vefsíðu Pole Sport getur breyst án fyrirvara t.d. vegna rangra verð upplýsinga eða rangrar skráningar.
Pöntun, greiðsla og rafrænn reikningur fyrir vörukaupum í vefverslun
Pole Sport ehf notar örugga greiðslugátt frá Teya á Íslandi. Hægt er að greiða fyrir vörukaup með kreditkortum frá Visa og Mastercard eða staðgreiða með debetkorti. Viðskiptavinur þarf að staðfesta greiðslu með 3D Secure öryggiskóða sem hann fær sendan í það símanúmer sem tengt er við greiðslukortið sem viðskiptavinur hyggst nota við greiðslu á vörukaupum.
Hægt er að greiða með Visa-og Mastercard og Applepay. Greiðslan er hröð og örugg í gegnum Korta greiðslugátt Teya.
Áskriftir & Meðlimakort
- Áskriftir taka gildi frá og með deginum sem þær eru keyptar nema annað sé tekið fram.
- Áskriftir endurnýjast sjálfkrafa á gjalddaga.
- Uppsögn áskrifta þarf að berast með tölvupósti einum degi fyrir settan gjalddaga á polesort@polesport.is
- Ekki er hægt að segja upp áskrift símleiðis, með skilaboðum eða tilkynna kennara eða starfsmanni í persónu. Allar uppsagnir VERÐA að vera sendar með tölvupósti svo viðunandi starfsfólk fá uppsögnina inn á sitt borð.
- Þegar nemandi hefur sagt um áskrift sinni getur hann ennþá nýtt áskriftina fram að næsta gjalddaga.
- Pole Sport gefur sér 5 virka daga við afgreiðslu uppsagna.
- Hafir þú sagt upp áskrift þinni eigi síður en einum degi fyrir gjalddaga og enginn binditími á við en ert samt rukkuð mun Pole Sport endurgreiða þér.
- Aðildir í áskrift & Klippikort fást ekki fryst,skipt eða endurgreidd.
- Binditími er misjafn milli áskrifta, á þeim áskriftum með enga binditíma getur viðkomandi sagt upp einum degi fyrir settan gjalddaga óháð hvenær áskrift var fyrst keypt. Sé áskrift með binditíma er aðeins hægt að segja henni upp að binditímanum liðnum.
- Klippikort er ekki hægt að framlengja,frysta eða skipta.
- Námskeið fást ekki skipt eða endurgreidd eftir að þau eru byrjuð.
- Pole Sport áskilur sér þann rétt að innheimta 2500 kr.- þjónustugjald ef greiðsla fer ekki í gegn við innheimtum á gjalddaga.
- Ekki er leyfilegt að áfram selja eða færa aðild á milli einstaklinga.
Verslun
Kvittun fyrir kaupum er skilyrði fyrir vöruskilum.
Viðskiptavinur getur skilað ógallaðri vöru í allt að 14 daga frá þeirri dagsetningu sem vísað er til á kvittun og fengið hana að fullu endurgreidda. Endurgreiðslan miðast við það söluverð sem tilgreint er á kvittun fyrir kaupunum. Eftir 14 daga frá vörukaupum er gefin út inneignarnóta samkvæmt söluverði vörunnar á kassakvittun. Skilafrestur á almennri vöru er að hámarki 30 dagar.
Við vöruskil gilda eftirfarandi skilyrði:
- Að varan sé í fullkomnu lagi
- Að varan sé ónotuð
- Að varan sé í óuppteknum upprunalegum umbúðum
Pole Sport ehf metur söluhæfi skilavöru og áskilur sér rétt til að hafna vöruskilum eða bjóða takmarkaða endurgreiðslu ef skilyrðum er áfátt.
Upphæð vöru er ávallt endurgreidd inn á þann greiðslumiðil sem notaður var við kaupin.
Ef kaupandi telur sig hafa fengið afhenta gallaða vöru ber honum að tilkynna það í verslun eða með því að senda tilkynningu þess efnis á netfangið: polesport@polesport.is um leið og galla er vart. Að öðrum kosti getur kaupandi glatað rétti sínum til endurgreiðslu. Sýna þarf kvittun til staðfestingar að vara hafi verið keypt í Pole Sport. Sé vara gölluð fær kaupandu annað eintak af sömu vöru afhent.
Höfundaréttur
Allt efni sem birtist á vefsvæði vefverslunar s.s. texti, grafík, lógó og myndir, eru eign Pole Sport ehf.
Lög og varnarþing
Íslensk lög skulu gilda um viðskiptaskilmála þessa. Rísi ágreiningur milli aðila skal leitast við að leysa hann með samkomulagi. Um efni þessara viðskiptaskilmála eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir kærunefnd þjónustu- og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef ekki næst samkomulag skulu ágreiningsmál rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Heimilt er að vísa ágreiningi til gerðardóms ef báðir aðilar eru því samþykkir og skulu lög nr. 53/1989 um samningsbundna gerðardóma gilda um málsmeðferð fyrir gerðardómi.
Lög og varnarþing:
Skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna skilmála þessa skal það rekið fyrir héraðsdómi Reykjaness. Að öðru leyti en að ofan greinir gilda um skilmála þessa ákvæði gildandi laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga (nú nr. 77/2000), ákvæði laga um neytendasamninga nr. 16/2016, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem neytendur eiga rétt á í lögum um neytendasamninga byrja að líða þegar móttaka vöru hefur átt sér stað.