Pole Sport

Almennar Studio Reglur

Almennar Studio Reglur

Nemandi sem stundar æfingar í aðstöðu Pole Sport er alfarið á eigin ábyrgð og skal nemandi fara eftir ÖLLUM reglum Pole Sport. Pole Sport ber ekki lagalega ábyrgð á hugsanlegum meiðslum eða slysum sem kunna að koma fyrir, sem ekki verða rakin með beinum hætti til mistaka eða vanrækslu af hálfu Pole Sport, eigendum eða starfsmönnum. Kaupandi afsalar sér öllum rétti til að krefjast skaðabóta frá Pole Sport, starfsmönnum og/eða eigenda vegna meiðsla, veikinda eða slyss sem kaupandi gæti orðið fyrir á æfingum eða þegar kaupandi notar aðstöðu Pole Sport. Kaupandi gerir sér fulla grein fyrir því að iðkun á íþróttum og dansi að öllu tagi getur falið í sér hættu á alvarlegum meiðslum og slysum.

  1. Nemandi skal ávallt nota öryggis dýnur, grip efni og óska eftir aðstoð þjálfara þegar á við.
  2. Aldurstakmark í almenna tíma og námskeið í Pole Sport er 16 ár.
  3. Nemendur eiga alltaf að óska eftir fallvara þegar verið er að gera erfiðar æfingar.
  4. Nemandi skal tilkynna kennara fyrir tímann/námskeið af meiðslum, veikindum eða annað sem skiptir máli.
  5. Ef nemandi slasast í tíma skal hann láta kennara strax vita.
  6. Af öryggis ástæðum á alltaf að fara eftir þeim leiðbeiningum sem kennarinn setur.
  7. Nemandi skal ávallt fara eftir fyrirmælum kennara.
  8. Nemandi verður að hafa klárað allt sem er í Level Up Guide og fá undirskrift frá sínum kennara til þess að komast upp á næsta erfiðleikastig.
  9. Sé nemandi að koma aftur eftir langa fjarveru verður hann að byrja aftur á Level Up Guide og fá undirskrift frá sínum kennara til þess að komast upp á næsta erfiðleikastig.
  10. Nemendur sem eru að koma frá öðru Stúdíói þurfa alltaf að fara í einkatíma þar sem kennari frá Pole Sport framkvæmir stöðupróf í samræmi við Level Up Guide, eða byrja á Level 2.
  11. Allir nemendur verða að taka þátt í allri upphitun, mæti nemandi seint getur kennari óskað þess að upphitun sé kláruð áður en nemandi fær að taka þátt í tíma. Eða þjálfari óskað eftir því að nemandi sitji hjá.
  12. Ekki reyna nýjar eða erfiðar æfingar án þess að kennari sé viðstaddur.
  13. Kennari hefur fulla heimild til þess að vísa nemanda úr tíma af öryggis ástæðum, óþrifnaði eða dónaskap sjái hann tilefni til.
  14. Reykingar innandyra og við útidyrnar eru ekki leyfðar.
  15. Stranglega bannað er neyta eða vera undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna í Pole Sport.
  16. Bönnuð grip efni: Harpex,grip sem innihalda Rosin og/eða Acrylic eru bönnuð sem og öll grip spraybrúsum. Itac2 er bannað nema nemandi sé einnig að nota Itac2 hreinsiefnið.
  17. Notkun á öllum gripum er bönnuð á svörtu Silicon súlunum.
  18. Óskilamunir eru geymdir í 30 daga það sem ekki er sótt innan þess tíma er sett í góða hirðirinn.
  19. Þrif á súlum og búnaði!!!

Skráningar og mæting

  1. Skráningu lokar fjórum klukkustundum áður en tíminn á að hefjast.
  2. Allir nemendur verða að skrá sig í þá tíma sem þeir ætla sér að mæta í.
  3. Allir nemendur verða að afskrá sig við fyrsta tækifæri úr tíma sem þeir eru skráðir í ætli þeir ekki að mæta.
  4. Ef nemandi mætir ekki í tíma sem hann er skráður í er sá tími dregin af áskrift viðkomandi og 500 kr.- gjald innheimt.
  5. Ef Nemandi skráir sig úr tíma eftir að skráningu er lokað er 200 kr.- gjald innheimt.
  6. Það þurfa alltaf að lámarki þrír nemendur að vera skráðir í tíma þegar skráning lokar, annars fellur hann sjálfkrafa niður og tilkynning send með tölvupósti til þeirra sem eru skráðir í tímann.
  7. Það þurfa alltaf að lámarki fjórir nemendur að vera skráðir á námskeið einum sólarhring áður en það á að hefjast , annars er það fellt niður eða fært aftur á dagatalinu og tilkynning send með tölvupósti til þeirra sem voru skráðir.
  8. Ef tími/námskeið fellur niður er tilkynning send með tölvupósti.
  9. Gerist nemandi sekur um að skrá sig endurtekið í tíma án þess að mæta og/eða afskráir sig með of stuttum fyrirvara má hann búast við því að takmarkanir verði settar á aðganginn hans.
  10. Nemendur eiga að mæta á réttum tíma og vera tilbúnir þegar upphitun hefst.

Áskriftir & Meðlimakort

  1. Áskriftir taka gildi frá og með deginum sem þær eru keyptar nema annað sé tekið fram.
  2. Áskriftir endurnýjast sjálfkrafa á gjalddaga.
  3. Uppsögn áskrifta þarf að berast með tölvupósti einum degi fyrir settan gjalddaga á polesport@polesport.is 
  4. Ekki er hægt að segja upp áskrift símleiðis, með skilaboðum eða tilkynna kennara eða starfsmanni í persónu. Allar uppsagnir VERÐA að vera sendar með tölvupósti svo viðunandi starfsfólk fá uppsögnina inn á sitt borð.
  5. Aðildir í áskrift & Klippikort fást ekki fryst,skipt,framlengd eða endurgreidd.
  6. Binditími er misjafn milli áskrifta, á þeim áskriftum með enga binditíma getur viðkomandi sagt upp einum degi fyrir settan gjalddaga óháð hvenær áskrift var fyrst keypt. Sé áskrift með binditíma er aðeins hægt að segja henni upp að binditímanum liðnum.