Pole Sport

Siðareglur Nemenda

Í Pole Sport er hver tími meira en æfing — það er tækifæri til þess að ögra þolmörkum þínum, byggja upp sjálfstraust, og vera hluti af sterku og hvetjandi samfélagi.

Þessar siðareglur hjálpa okkur að gera tímana öruggari og skemmtilegri fyrir okkur öll.

1. Öryggi & Fallvari


Reyndu aldrei nýjar eða erfiðar æfingar án þess að kennari sé viðstaddur.

Biddu kennarann þinn um aðstoð þegar þörf er á fallvara — aðeins þeir sem hafa fengið viðunandi þjálfun er leyfilegt að vera fallvari fyrir aðra nemendur.

Notaðu alltaf öryggis dýnu, leyfileg grip efni (grip sem eru leyfð í Pole Sport) og fallvara þegar þess er þörf.

Af öryggis ástæðum á alltaf að fara eftir þeim leiðbeiningum sem kennarinn setur.

Nemendur verða að fá samþykki fyrir fram frá sínum kennara vilji þeir prufa æfingar sem þeim hefur ekki verið kennt af kennara Pole Sport.


2. Skráningar og Mæting

Mættu á réttum tíma og taktu fullan þátt í upphitun og farðu varlega.

Ef þú mætir of seint gæti kennarinn af öryggis ástæðum beðið þig að sitja hjá eða klára upphitun.

Reyndu alltaf að afskrá þig úr tímum ef þú kemst ekki við fyrsta tækifæri — skráir þú þig í tíma og mætir ekki eða afskráning er með of stuttum fyrirvara er Pole Sport samkvæmt reglum okkar heimilt að innheimta taka gjald sökum þessa.

Gerist þetta síendurtekið er Pole Sport heimilt samkvæmt reglum okkar að koma fyrir takmörkunum á reikning viðkomandi nemanda sem skerða getu hans til þess að skrá sig í tíma.


3. Undirbúningur & Fatnaður


Mættu tilbúin í fjörið!

Klæddu þig í viðunandi íþróttafatnað, fjarlægðu alla skartgripi(skart sem ekki er hægt að fjarlæga þarft þú að teipa), hárið skaltu hafa í fléttu eða snúð frá andliti og háls.

Gott er að hafa með sér vatnsbrúsa(ekki úr gleri), handklæði og leyfilegt grip efni.

Nýttu þér salernis aðstöðuna áður en tíminn byrjar svo þú getir einbeitt þér á meðan kennsla stendur yfir.

Aðeins eru leyfðar ákveðnar gerðir af súludansskóm inni í stúdíóinu (ef skórnir hafa verið notaði utandyra eru þeir ekki leyfðir). Allar aðrar gerðir af skóm eru stranglega bannaðir í stúdíóinu og alltaf skal farið úr útiskóm um leið og komið er inn og ganga snyrtilega frá þeim.


4. Heilbrigði & Meiðsl


Tilkynntu kennaranum þínum áður en tíminn hefst ef þú ert með einhver meiðsl, eymsli eða takmarkanir.

Ekki mæta veik í tíma.

Ef þú upplifir sársauka eða slasast í tíma skalt þú hætta samstundis og láta kennarann þinn vita.

Gættu þess að hlusta á hvað líkaminn þinn er að segja þér og farðu ávallt á þínum hraða.


5. Hlusta & Meðtaka


Þegar kennarinn þinn er að tala eða sýna vinsamlegast gefðu honum óskipta athygli þína.

Ekki tala yfir kennarann þinn eða taka fram fyrir hendurnar á honum með óumbeðna kennslu, aðeins kennarinn hefur leyfir til þess að leiðbeina nemendum í tíma. Nema kennarinn óski eftir þinni aðstoð með ákveðnar æfingar í kennslu skyni.

Þú nærð fyrr tökum á erfiðari samsetningum og þú lærir meira ef þú fylgist með þegar kennarinn er að leiðbeina öðrum nemendum.

Geymdu spurningar þar til kennarinn hefur klárað að tala — þá fara tímarnir betur fram og verða jafnframt öruggari fyrir alla nemendur.


6. Meðhöndlun áhalda & Þrif

Farðu alltaf varlega með allar súlur, dýnur og Bungee búnað.

Ekki leyfa búnaði að detta í gólfið eða kasta honum — ef eitthvað brestur, bilar eða skemmist skaltu láta kennarann vita um leið.

Eftir tímann, skalt þú þrífa súluna og svæðið í kring. Þrífa dýnu með réttum hreinsivökva og ganga frá á sinn stað.


7. Persónulegt Hreinlæti & Snyrtivörur

Notaðu svitalyktareyði fyrir tíma og mættu alltaf hrein og í hreinum æfingar fatnaði.

Ekki skal nota krem, olíur eða ilmvatn fyrir tíma — slíkt getur valdið ofnæmis viðbrögðum hjá öðrum og/eða áhald og gólf orðið sleip og skapað mikla slysahættu. Sé nemandi með eitthvað af þeim ofantöldum efnum verður honum meinað að taka þátt í tíma.

Gættu þess að hendur séu hreinar og neglur snyrtar fyrir tíma.


8. Símanotkun

Símar eiga að vera geymdir ofan í tösku og ekki vera uppi við nema um neyðartilvik sé að ræða.


Taktu fullan þátt og vertu með athyglina á réttum stað — það skilar sér með skemmtilegri upplifun og árangursríkari æfingum.


9. Upptökur & Réttur Viðstaddra


Þér er velkomið að taka sjálfan þig upp en það er aðeins á tilsettum tíma(yfirleitt undir lok hvers tíma).

Nauðsynlegt er að hafa fengið leyfi áður en þú myndar aðra en þig sjálfa. Bannað er að taka upp á meðan hefðbundin kennsla stendur yfir.

Við tökum annað slagið upp á meðan kennsla stendur yfir fyrir auglýsingar og markaðssetningu Pole Sport — það er alltaf gert með fullri vitund viðstaddra og með fyrirfram gefnu leyfi, ef þú vilt ekki sjást á mynd eða upptöku láttu kennarann þinn bara vita.

10. Hátterni í Stúdíóinu


Það er bannað að borða og drekka inni í sal.

Að undanskildum lokuðum vatnsbrúsum sem eru ekki úr gleri.

Settu persónulegar eigur þínar í körfu eða hengdu snyrtilega upp í búningsklefanum.

Ef þú þarft að hoppa úr tíma, reyndu þá að gera það með minnstu röskun fyrir aðra nemendur og láttu kennarann vita.

Þar sem búningsklefar eru staðsettir aftast í stúdíóinu biðjum við nemendur að gæta þess að ganga ekki í veg fyrir eða trufla yfirstandandi kennslu þegar gengið er inn í klefa og gera það með sem minnstu truflun.

Gættu þess í þínum samskiptum að tala ekki óþarflega hátt og vera ekki með mikinn háfaða og læti það getur valið öðrum nemendum óþægindum og truflað tímann.


11. Fjölbreytileiki & Samfélagið Okkar í Pole Sport


Það er öllum velkomið að æfa í Pole Sport óháð lífsreynslu, holdafari, og kunnáttu.

Pole Sport er fyrir alla — við dæmum ekki eða tölum niðrandi um aðra, við hvetjum og hrósum hvort öðru.

Smánun, lítillækkun, stríðni eða einelti verður ekki liðin og er Pole Sport heimilt samkvæmt reglum að segja upp aðild án nokkurs fyrirvara hafi viðkomandi gerst brotlegum um slíka hegðun.

Pole Sport er ekki rétti staðurinn fyrir pólitíska umræðu af neinum toga, allir hafa rétt á sínum persónulegu skoðunum og þær eiga ekki að hafa áhrif á aðra, í Pole Sport leggjum við áherslu á það sem við eigum öll sameiginlegt, ástríða fyrir loftfimleikum og heilsurækt.


12. Hugarfar & Markmið


Lífsgangan er okkur öllum einstök.

Fagnaðu þínum áfangasigrum, berðu virðingu fyrir eigin þolmörkum og hvettu aðra áfram með sín markmið, sama hversu stór eða smá þau eru.

Og mundu: Stöðugleiki er mikilvægari en fullkomnun.


13. Fögnum & Samgleðjumst


Þegar þú fullkomnar æfingu eða nærð persónulegum sigri, hringdu þá bjöllunni og leyfðu öllum að fagna með þér!

Hvetjum og fögnum með öðrum þegar þeir gera slíkt hið sama — við gerum betur þegar við gerum það saman.


14. Öryggisráðstöfun & Heimildir Pole Sport

Pole Sport hefur fulla heimild til þess að stöðva hvaða hættulega eða truflandi háttsemi sem er til þess að huga að öryggi og líðan annarra þátttakenda.

Við erum rosalega stolt að geta viðhaldið jákvæðu, virðingarfullu og hvetjandi andrúmslofti fyrir alla okkar nemendur!


Við klifrum, snúumst & skínum saman í Pole Sport!


Þitt framlag skiptir máli! Með því að fylgja þessum siðareglum hjálpar þú okkur að halda Pole Sport öruggu, skemmtilegu og stuðningsríku fyrir okkur öll.