Spurt og svarað

Algengar Spurningar

Lokuð námskeið:

Stutta svarið er nei. Þegar þú ert á námskeiði ertu skráð í alla þá tíma sem námskeiðinu fylgir og þarft því ekki að skrá þig, hvorki í eða úr tíma. En við kunnum svo sannarlega að meta það ef þú afskráir þig svo við vitum hvort þú kemur eða ekki. afskráning er gerð á þínum meðlima aðgangi undir Classes.

Ekki er boðið uppá að bæta við tíma ef þú missir úr námskeiðinu þínu.

Frammhaldsnemendur:

Já nemendur þurfa að afskrá sig að lágmarki 4 klst fyrir tíma. Afskráning er á þínum meðlima aðgangi undir Classes.

Afskrái nemandi sig þegar það er styttra en 4 tímar í upphaf kennslu þá er nemandi rukkaður um Late Cancelation 200 kr, þremur dögum seinna.

Mæti nemandi ekki er nemandi rukkaður um No Show fee að upphæð 500 kr þremur dögum seinna.

Eftir að þú verslar námskeið á Polesport.is og það styttist í upphaf námskeiðis sendum við þér aðgangsorð og notendanafn að þinni persónulegu skráningarsíðu Pole Sport, þú þarft þó ekki að nota skráningarsíðuna fyrr en þú verslar áframhaldandi aðild, gott er að uppfæra upplýsingar og breyta lykilorði við fyrsta tækifæri.

Með appinu er auðvelt að skrá sig í tíma, skoða tímatöflu, breyta eða bæta við greiðslu upplýsingum og fá tilkynningar í símann þegar styttist í tíma sem þú ert skráð í. Við bendum þó á að ekki er hægt að nota appið til þess að versla eða afskrá sig úr tíma eins og er.

Nei við bjóðum ekki upp á fría prufutíma. En við bjóðum aftur á móti upp á hagstæða einkatíma sem hægt er að bóka hér

Ef þú ert að koma í Pole þá mælum við með stuttbuxum og góðum íþrótta topp, þú notar líkamann til þess að ná gripi á súlunni og kemur víður eða of mikill fatnaður sér afar illa. Að því sögðu þá erum við einnig með súlur sem eru með sérstökum vafning sem gerir þér kleyft að vera í síðbuxum og síðermabol en sá fatnaður verður að vera aðsniðin. Láttu endilega þjálfarann vita áður en námskeiðið hefst viljir þú notast við slíka súlu þá reynum við eftir fremsta megni að verða við því.

Ef þú ert að koma í Bungee mælum við góðum íþróttafatnað sem þér líður vel í, Íþróttafatnaður skal vera aðsniðin og úr bómull fyrir þá sem eru með viðkvæma húð.

Ef þú ert að koma í Lyru mælum við með íþróttafatnað sem þér líður vel í, flestum finnst best að vera í samfellu og sokkabuxum eða leggings undir.

Allir nemendur:

Hár skal vera í snúð eða í fléttu frá andliti, fjarlægja skartgripi svosem hringa, stóra eyrnalokka, naflalokka. Fatnaður má ekki vera með rennilás eða frönskum rennilás það getur skemmt búnað. Allir nemendur æfa berfættir nema annað sé sérstaklega tekið fram.

Stutta svarið er já, það er fyrsta skrefið hjá öllum sem byrja að æfa í Pole Sport. Okkur er mjög annt um nemendur okkar og pössum þess vegna alltaf mikið upp á öryggið. Við erum þess vegna með mjög vönduð grunnnámskeið í Pole, Bungee og Lyra sem eru sérstaklega þróuð og samsett fyrir alla byrjendur. Farið er yfir mikilvægustu grunnreglurnar og fyrstu tökin kennd í æskilegri röð með skemmtilegum hætti svo minnka megi líkur á meiðslum og óhöppum.

Nemendur sem koma frá öðrum stúdíóum eða hafa fyrri reynslu geta bókað Level Up Check einkatíma og við aðstoðað þá við að staðsetja nemendur á rétt erfiðleikastig.

Siðareglur nemenda eru mikilvæg áhersluatriði sem þú þarft að hafa á hreinu áður en þú byrjar að æfa í Pole Sport. Þú getur lesið Siðareglur nemenda í heild sinni hér

Nemendur skulu hvívettna fara eftir reglum Pole Sport. Þú getur lesið allar reglur Pole Sport hér