Þú byrjar rétt í Pole Sport

Basics námskeiðin

Grunnurinn er alltaf mikilvægastur og þess vegna leggjum við mikið upp úr Basics námskeiðunum hjá okkur. Hvort sem það er Pole, Bungee eða Lyra þá viljum við að þú njótir þín í botn á meðan við komum þér rétt af stað með vandaðri kennslu. Skemmtu þér með okkur í Pole Sport í þægilegu og hvetjandi umhverfi!
Lýsing á námskeiði

Pole Basics

Fullkomið grunnnámskeið fyrir alla byrjendur! Súlan er frábært loftfimleika áhald sem bíður upp á endalausa möguleika til þess að framkvæma skemmtilegar æfingar.

Pole Basics er fjögurra vikna námskeið þar sem hressir og skemmtilegir þjálfarar kenna þér öll mikilvægustu upphafs tökin í Pole. Námskeiðin eru sett upp með þeim hætti að þú þarft ekki að vera með einhvern ákveðin styrk eða úthald til þess að getað tekið þátt, þú byggir það upp jafnt og þétt þegar þú byrjar að æfa.

Hver tími hefst með upphitun svo er unnið með ákveðnar rútínur sem eru við hæfi hverju sinni samhliða styrktar æfingum sem hjálpa þér að byggja upp nauðsynlegan styrk, að því loknu tekur við svokallað "cooldown" eða niðurlag þar ertu að framkvæma teygjur sem gera þér kleyft að ná enn meiri árangri og ná ennþá lengra!

Að námskeiðinu loknu ættir þú að vera búin að læra upphafs tökin á súlunni, fjölmargar styrktar æfingar og teygjur. Þú byrjar að læra að beita skriðþunga til þess að framkvæma sveiflur og snúninga á súlunni sem og einfaldar samsetningar.

Lýsing á námskeiði

Bungee Basics

Fjörugt og skemmtilegt grunnnámskeið fyrir alla byrjendur! Bungee er frábær leið til þess að hreyfa sig og bíður upp á endalausa möguleika til þess að framkvæma skemmtilegar æfingar.

Bungee Basics er fjögurra vikna námskeið þar sem hressir og skemmtilegir þjálfarar kenna þér öll mikilvægustu upphafs tökin í Bungee. Námskeiðin eru sett upp með þeim hætti að þú þarft ekki að vera með einhvern ákveðin styrk eða úthald til þess að getað tekið þátt, þú byggir það upp jafnt og þétt þegar þú byrjar að æfa.

Hver tími hefst með upphitun svo er unnið með skemmtilegar æfingar samhliða sérstökum Bungee styrktar æfingum sem hjálpa þér að byggja upp nauðsynlegan styrk, að því loknu tekur við svokallað "cooldown" eða niðurlag þar ertu að framkvæma teygjur sem gera þér kleyft að ná enn meiri árangri og ná ennþá lengra!

Að námskeiðinu loknu ættir þú að vera búin að læra grunnæfingarnar, fjölmargar Bungee styrktar æfingar og teygjur. Einnig ert þú komin vel af stað með að ná tökum á teygju bandinu og hvernig hægt sé að nota það við erfiðari æfingar.

Lýsing á námskeiði

Lyra Basics

Lyra einnig kallað Aerial Hoop er loftfimleika hringur sem hangir úr loftinu. Fallegt og krefjandi loftfimleika áhald sem hefur að geyma ótæmandi mismunandi æfingar.

Á Lyra Basics námskeiðinu lærir þú fyrstu æfingarnar og lærir að vinna með liðleika og jafnvægi í listrænni tjáningu. Námskeiðið er fjögurra vikna langt og alltaf undir handleiðslu reyndra kennara Pole Sport.

Hver tími hefst með upphitun svo er unnið með ákveðnar rútínur sem eru við hæfi hverju sinni samhliða styrktar æfingum sem hjálpa þér að byggja upp nauðsynlegan styrk og jafnvægi, að því loknu tekur við svokallað "cooldown" eða niðurlag þar ertu að framkvæma teygjur sem gera þér kleyft að ná enn meiri árangri og ná ennþá lengra!

Að námskeiðinu loknu ættir þú að vera búin að læra helstu hugtökin og upphafs æfingarnar, fjölmargar styrktar æfingar og teygjur sem hjálpa þér með jafnvægi og úthaldi á Lyrunni. Þú byrjar að læra að beita skriðþunga til þess að framkvæma sveiflur og snúninga sem og einfaldar samsetningar.