Ef þú ert að koma í Pole þá mælum við með stuttbuxum og góðum íþrótta topp, þú notar líkamann til þess að ná gripi á súlunni og kemur víður eða of mikill fatnaður sér afar illa. Að því sögðu þá erum við einnig með súlur sem eru með sérstökum vafning sem gerir þér kleyft að vera í síðbuxum og síðermabol en sá fatnaður verður að vera aðsniðin. Láttu endilega þjálfarann vita áður en námskeiðið hefst viljir þú notast við slíka súlu þá reynum við eftir fremsta megni að verða við því. Hárið skaltu hafa í fléttu eða snúð svo það flækist ekki fyrir.
Ef þú ert að koma í Bungee mælum við góðum íþróttafatnað sem þér líður vel í, gott er að vera ekki í mjög víðum fötum það kann að flækst fyrir þér. Við leyfum ekki undir neinum kringumstæðum skó af neinu tagi inn í sal og æfa allir berfættir. Hárið skaltu hafa í fléttu eða snúð svo það séu engar líkur á að það flækist fyrir eða festist í búnaði.
Ef þú ert að koma í Lyru mælum við með aðsniðnum íþróttafatnað og eins og alltaf er bara æft berfætt og hárið þarf að vera í fléttu eða snúð.