POLE
Fyrir Pole mælum við með stuttbuxum og góðum íþróttatopp, þar sem húðin gefur þér nauðsynlegt grip á súlunni.
Of víður eða þykkur fatnaður hentar illa og gerir æfingarnar erfiðari.
Við erum einnig með súlur með sérstökum vafningi sem gera þér kleift að æfa í síðbuxum og síðermabol, en fatnaðurinn þarf að vera aðsniðinn. Láttu þjálfarann vita fyrirfram ef þú vilt nota slíka súlu.
Hárið: flétta eða snúður, svo það flækist ekki.
BUNGEE
Fyrir Bungee mælum við með góðum íþróttafatnaði sem situr vel, ekki of víðum fötum þar sem þau geta flækst fyrir í beltinu og teygjunum.
Skór eru ekki leyfðir í salnum — allir æfa berfættir.
Hárið þarf að vera í fléttu eða snúð til að forðast að það festist í búnaði.
LYRA
Fyrir Lyru mælum við með íþróttafatnaði sem þér líður vel í og sem leyfir þér að hreyfa þig frjálslega.
Æft er alltaf berfætt og hárið þarf að vera bundið í fléttu eða snúð til að tryggja öryggi.