Eigandi Pole Sport

Halldóra Þ. Kröyer

Segir hér aðeins frá Pole Sport

Hvað varð til þess að þú byrjaðir í Pole?

Ég elska íþróttir og bara heilsurækt almennt og persónulega verð ég að hreyfa mig eitthvað á hverjum degi bara til þess að halda geðheilsunni sko. En samt er ég alveg mjög vandlát og nenni ekkert að hamast bara við hvað sem er haha, en það má kannski segja að Pole hafi fundið mig frekar en öfugt, þetta bara small 100% fyrir mig allt saman strax frá upphafi. Félagsskapurinn og alltaf nýjar skemmtilegar áskoranir svo elska ég bara þessa sérstöku blöndu sem þú þarft í Pole, svona"strength meets grace"attitude ef ég sletti aðeins og líkamlega er þá er maður að byggja upp styrk, úthald og liðleika með svona ákveðna mýkt alltaf að leiðarljósi. Svo er mikið keppnisskap í mér og þess vegna er ótrúlega gaman og gefandi fyrir mig persónulega að hafa tekist að skapað þær aðstæður að hægt sé að fara út fyrir landssteinana með stelpur úr Pole Sport að keppa við þær allra bestu þar sem okkur hefur tekist að ná geggjuðum árangri í gegnum tíðina ef ég leyfi mér að monta mig aðeins!

Hvaða loftfimleikar eru það svona helst sem verið er að stunda í Pole Sport ?

Vinsælast er auðvitað alltaf Pole eins og t.d Pole Basics námskeiðið okkar sem fer bara vaxandi í vinsældum en svo erum við líka að bjóða uppá æðislega skemmtileg námskeið á Lyru sem er loftfimleikahringur. Einnig erum við með Fly Pole, Pole Fabric og Pole Art sem eru allt mismunandi útfærslur af Pole og eru kennd á framhaldsnámskeiðum hjá okkur. En til að útskýra þetta aðeins þá kennum við eftir ákveðnum erfiðleikastigum og í Pole t.d er Level 1 eða fyrsta stig kallað Basics, level 2 er svo Pole Beginner og eru framhaldsnámskeið í boði fyrir þá sem hafa lokið við Basics. Bungee Fitness er líka mjög vinsælt hjá okkur, þar eru erfiðleikastigin 3 talsins og eins og í Pole er Basics fyrsta erfiðleikastigið.

Pole Sport er á sínu fimmtánda starfsári, það er býsna langur tími. Missir þú aldrei áhuga á þessu?

Nei alls ekki og það er ekki síst félagsskapnum að þakka, í Pole Sport hef ég kynnst mínum bestu vinum og myndað þar ævilöng vinatengsl og alltaf nýjar skemmtilegar stelpur að byrja svo gamanið hættir aldrei! Svo er ég með alveg grjótharða reglu í Pole Sport að þar er aldrei einelti, baktal eða neitt slíkt í lagi. Það verður bara allt svo miklu skemmtilegra þegar fólk er duglegt að hrósar hvort öðru og hvetja áfram frekar en einblína á það sem betur mætti fara, svo það útskýrir örugglega líka hvers vegna ég hlakka alltaf jafn mikið til að mæta í vinnuna eftir öll þessi ár þegar andrúmsloftið er alltaf svona yndislegt! Ég vil bara nota tækifærið og hvetja ykkur sem hafið áhuga að koma í Pole Sport að láta vaða! Og alls ekki vera hrædd að koma og segja hæ við mig! Ég get ekki beðið eftir að sjá ykkur á næsta Basics námskeiði!