Image

UM OKKUR

Pole Sport var stofnað 2011 og er dans stúdío sem sérhæfir sig í Pole Fitness og loftfimleikum. Við erum einnig með dansverslun og netverslun www.diva.is sem selur loftfimleika áhöld, súlur, dansfatnað, grip efni, hlífar og fleira.

Aðstaðan okkar
Við erum með 2 sali, skiptiklefa, sturtu og dansverslun.

Pole studio
Pole studio er stærsti salurinn, þar eru 13 xpole, stainless, 45mm súlur með 4,5m lofthæð, LED ljós, hljóðkerfi, dansdúkur og speglar frá gólfi upp í loft.

Aerial studio
Aerial studio er staðsett við hliðina á Pole studio. Þar inni eru 8 tengi punktar fyrir loftfimleika sem og hægt að setja upp 8 Lupit, stainless, 45mm súlur, lofthæðin er 3,8-4m, LED ljós, hljóðkerfi, dansdúkur og speglar frá gólfi upp í loft.


Díva Dansverslun
Dansverslu er á tvemur hæðum með setuaðstöðu, úrvalið er ótrúlega gott. Dansfatnaður, skór, hnéhlífar, grip fyrir hendur, fatnaður og margt fleira.

Ekki hika við að hafa samband
778-4545 (ekki sms)
polesport@polesport.is
Okkur þykir alltaf gaman að fá ábendingar og hugmyndir frá viðskiptavinum. Hlökkum til að heyra frá þér.

Viltu sækja um vinnu?
Ekki hika við að senda okkur tölvupóst með nafni, reynslu og ferilskrá á polesport@polesport.is með fyrirsögnina "vinna".
Image

Halldóra Kröyer

Halldóra er eigandi Pole Sport og hefur verið á súlunni síðan árið 2006. En það var ekki fyrr en 2009 sem haldóra fór að sinna æfa fyrir einhverja alvöru. Halldóra stofnaði sitt fyrsta Pole Studío árið 2010 og hér það Xform, desember sama ár seldi hún sinn hlut og stofnaði Pole Sport í janúar 2011. 
Menntun: Íþróttafræði FB, Einkaþjálfari 2008, Yoga Aliance 2009, Pole Fitness Instructor North Pole 2012, Vault Aerial Lyra Instructor 2013, Fusion Fitness Þrek þjálfari 2013, TRT (trigger point) 2013, Spin City Beginner Hoop 2014, Spin City Int. Hoop 2014 Spin City Pole Fabric 2014.
Vinna: Yoga kennari World Class á árunum 2009 - 2010, Magadanshúsið 2009,  Xform Dance Studio 2010, Heilsu Akademían Pole Fitness 2010 - 2012, VBC Bardagamiðstöð - Teygjutímar 2012, Samdi dans fyrir leikritið EDDAN 60 ára árið 2015 
Viðburðir og mót: Halldóra hefur haldið fjöldan allan af sýningum og mótum síðan 2010 nefna má: Pole Fitness & Dance Íslandsmeistaramót 2010, Pole Fit Open 2015, 2016, 2017, IAAC 2018 Iron X Meistaramót 2015, 2016, 2017 og 2018. Fjöldan allan að innanhúsmótum og sýningum síðan 2011 Pole Sport Organization Judge - 2021 Ágúst PSO Leo Pole Cyberchampionships, September Virgo Pole Cyberchampionship.

Image

Sól Stefánsdóttir

Sól hefur starfað hjá Pole Sport síðan haustið 2016. Hún tekur að sér einkatíma og hóptíma. Hún kláraði stúdentinn vorið 2016 við Menntaskólanum við Sund af hagfræðikjörsviði. Hún hefur tekið þó nokkur réttindi í fimleikum og er fimleikaþjálfari hjá Ármanni. Síðan hefur hún lokið við dómararéttindi í fimleikum. Hún var sjálf að æfa fimleika í afrekshóp í 10 ár áður en hún byrjaði í Pole Sport í byrjun árs 2014. Sól keppti á sínu fyrsta móti eftir að hafa æft í 4 mánuði, á Innanhússkeppninni árið 2014 og hafði hún 1. sætið. Hún hefur keppt a nokkrum mótum hér heima og erlendis líka. Hún starfar einnig sem flugfreyja hjá WOW Air. Keppnir og sæti: 1. sæti á Innanhúsmóti í byrjendum 2014. 2. sæti á evrópumóti í Prag 2014. 1. sæti Iron X 2015. 1. sæti á Pole fit open í afreksflokki 2015. 1. sæti á Innanhúsmóti í afreksflokki 2015. Pole art í Cyprus í afreksflokki 2015. 1. sæti á Pole Fit open í afreksflokki 2016. 1.sæti á Pole Fit open í afreksflokki 2017.

Image

Rakel Rún Reynisdóttir

Rakel hóf störf í Pole Sport 2018. Rakel æfði pole fyrst 2012 í ár en byrjaði aftur 2018. 2 sæti á íslandsmeistaramóti IronX 2018. 1 sæti framhaldsflokk á innanhússmóti Pole Sport 2019. 

 

Image

Brynhildur Ragnarsdóttir

Image

Ásthildur Björnsdóttir

“Ástý” hóf störf hjá Pole Sport 2016 og starfar í afgreiðslu Pole Sport, við bókhald, skipulagningu viðburða, viðhald heimasíðu sem og fleiri verkefni. Ástý lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð í desember 2001 af félagsfræðibraut, en hafði tekið sér hlé til að vera heima og sjá um börn og heimili. Árið 2007 lauk hún bókhaldsnámskeiði frá Nýja Tölvu- og Viðskiptaskólanum. Hún lagði stund á samkvæmisdansa með manni sínum og eiga þau 2 íslandsmeistaratitla í flokki Senior í Standard dönsum. Þegar hún kynntist súluíþróttinni varð ekki aftur snúið og hefur hún nú tekið súluna fram yfir samkvæmisdansana en hún skráði sig á byrjendanámskeið í Pole Sport í febrúar 2016.

Image

Bára Jónsdóttir

Bára hefur starfað hjá Pole Sport frá og með vori 2020. Hún er með lokaða námskeiðið Pole með Báru , einnig tekur hún að sér einkatíma og hópefli. Hún kláraði stúdentinn vorið 2011 við Menntaskólann á Ísafirði af náttúrufræði braut, einnig útskrifaðist hún í píanóleik við tónlistarskóla Ísafjarðar og hélt tónleika þar vorið 2011. Bára er lærður förðunarfræðingur og rekur skólann Beautytrix.is. Einnig er hún með opna samfélagsmiðla með góðan fylgendahóp þar sem hún sýnir m.a. farðanir. Hún æfði djazz ballet á yngri árum, einnig bjó hún í Dóminíska lýðveldinu sem skiptinemi í 1 ár og lærði þar salsa. Bára byrjaði í Pole Sport í byrjun árs 2015 og keppti á sínu fyrsta Pole móti eftir að hafa æft í 6 vikur á Innanhússkeppninni árið 2015 og aftur hálfu árið síðar. Hún hefur keppt á nokkrum mótum hér heima sem og erlendis í pole og bikiní fitness. Keppnir og sæti: 2. sæti á Pole Fit Open Þrefaldur Íslandsmeistari í bikinífitness 2017 5. sæti Arnold Classic USA 2018 Topp 10 Arnold model search USA 2. sæti bikinífitness 2 Bros Pro í London

Image

Guðný Ósk

Image

Ivy

Image

Anna Hera

Image

Eva

Image

Hildur Ó

Image

Siggi "Flikk" Sigurður Sigurðsson

Image

Ástrós

Image

Hildur Arnalds

Image

"Glow" Guðrún Elfa