Upplýsingar um seljanda:

Pole Sport ehf selur vörur til kaupanda í verslun sem og í vefverslun sinni á vefsvæðinu: www.polesport.is. Viðskiptaskilmálar þessir gilda um kaup á vöru í dansbúðinni og í vefverslun sem er í eigu Pole Sport hf., kt. 580711-0490, Lambhagavegi 9, 113 Reykjavík. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur Pole Sport (''seljandi'') annars vegar og kaupanda vöru (''viðskiptavinur'' eða ''notandi'').

Kaupandi er sá einstaklingur sem kaupir vöru í skilningi laga um neytendakaup nr. 48/2003. Kaupandi getur líka verið fyrirtæki og eiga þá við lög um lausafjárkaup nr. 50/2000. Um viðskipti í vefverslun Pole Sport gilda lög nr. 46/2000 um húsgöngu- og fjarsölusamninga og um rétt kaupenda til að falla frá samningi gilda lög um neytendasamninga nr. 16/2016. Um viðskiptin í vefverslun gilda einnig lög nr. 30/2002 um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu. Ofangreind lög gilda um réttarstöðu kaupanda og seljanda þegar sérstökum ákvæðum þessara viðskipta

Með því að samþykkja skilmála þessa staðfestir kaupandi að hann er upplýstur um rétt sinn og skyldur við kaup á vöru í Pole Sport. Frávik frá þessum skilmálum telst ekki samþykkt nema með undirritun seljanda. Pole Sport áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum og munu breytingarnar verða tilkynntar með a.m.k. 30 daga fyrirvara á vefsíðu Pole Sport. Skilmálar þessir eiga við um kaup á vöru í verslun og/eða í vefverslun eftir því sem við á hverju sinni.

 

Sendingakostnaður:

Allar sendingar eru sendar með Dropp nema þegar um stærri vörur er að ræða, nefna má áhöld, t.d súlur, aerial hoop og fleira. Í vörulýsingu kemur ávalt fram ef ekki sé hægt að fá vöruna mðe dropp og skulu kaupandi og seljandi hafa samráð um sendingarkostnað sé óskað eftir því að varan sé send frekar en sótt.

  

Greitt á netinu:

Hægt er að greiða með Visa-og Mastercard og Applepay. Greiðslan er hröð og örugg í gegnum Korta greiðslugátt Salt Pay.

 

 

Afhending:

Vöru afhendingar fara framm á fimmtudögum á milli 18:00-20:00 nema ef kaupandi óski eftir öðru, við mælum með að kaupandi hafi samband í síma 778-4544 óski hann eftir að fá að sækja utan opnunartíma.

 

Útsölur og vöruskil:

Skila-/skiptiréttur gildir ekki um vöru sem keypt er á útsölu.

 


 

 

 

Aðrar spurningar:

Ef þú hefur fleiri spurningar, ekki hika við að hafa samband.

Sendu tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hafðu samband í síma 537-1717 á milli kl. 10-16 virka daga.

 

 

 

5. Upplýsingar um vörur og verð

Pole Sport ehf selur vörur í verslun og í vefverslun og býður kaupanda að vitja vörunnar í verslun eða fá vöruna senda á skilgreindan áfangastað. Allt verð í vefversluninni er í íslenskum krónum og með virðisaukaskatti (VSK) og birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Verð í vefverslun getur breyst án fyrirvara t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða rangrar skráningar.

6. Pöntun, greiðsla og rafrænn reikningur fyrir vörukaupum í vefverslun

Pole Sport ehf notar örugga greiðslugátt frá Saltpay á Íslandi. Hægt er að greiða fyrir vörukaup með kreditkortum frá Visa og Mastercard eða staðgreiða með debetkorti. Viðskiptavinur þarf að staðfesta greiðslu með 3D Secure öryggiskóða sem hann fær sendan í það símanúmer sem tengt er við það greiðslukort sem viðskiptavinur hyggst nota við greiðslu á vörukaupum.

Við pöntun í vefverslun fær viðskiptavinur sendan tölvupóst sem staðfestir pöntun hans. Í kjölfarið, þegar greiðsla fyrir kaupunum hefur borist og verið afgreidd, fær viðskiptavinur sendan rafrænan reikning í tölvupósti.

7. Gjafabréf

Viðskiptavinir geta greitt með gjafabréfi bæði í verslun og vefverslun. Þegar greitt er með gjafabréfi í vefverslun er kóði fylltur inn í viðeigandi reit og virkjaður. Gjafabréf gildir í 1 ár frá útgáfudegi.

Afhendingar- og sendingarmáti

Viðskiptavinur sem kemur í verslun og kaupir vöru fær vöruna afhenta þar. Vara sem keypt er í vefverslun Pole Sport getur kaupandi ýmist valið að sækja í Pole Sport, Lambhagaveg 9, 113 Reykjavík, eða valið að fá vöruna senda á skilgreindan afhendingarstað. Opnunartími dansverslunar Pole Sport er á studio tíma sem er milli kl. 18 - 20 mánudaga til föstudaga. 

Sóttar pantanir:
Kaupandi, sem pantað hefur í gegnum vefverslun H Verslunar en velur að sækja pöntun í verslun, skal framvísa staðfestingu á vörukaupum, s.s. rafrænum reikningi, er hann vitjar vörunnar. H Verslun tekur sér 2-3 virka daga til afgreiðslu sóttra pantana. Kaupanda berst staðfesting í tölvupósti þegar pöntun er tilbúin til afhendingar í verslun.

Sendar pantanir:
Velji viðskiptavinur að fá vöruna senda á skilgreindan afhendingarstað tekur H Verslun sér 2-3 virka daga þar til vöru er komið til flutningsaðila sem flytur hana á umbeðinn afhendingarstað. Gjald fyrir heimsendingu er kr. 990,- m/vsk en fellur niður ef verslað er fyrir kr. 10.000,- eða meira. Fyrir viðskiptavini sem skráðir eru í H klúbbinn er miðað við lægri upphæð, sjá nánari upplýsingar í kafla 4.

Pósturinn er dreifingaraðili H Verslunar og sér um sendingu á keyptum vörum til viðskiptavina. Um afhendingu vörunnar gilda því afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Póstsins. Eingöngu er hægt að fá vörur H Verslunar sendar innan Íslands. H Verslun áskilur sér rétt til að breyta skilmálum er varða verð, afhendingar- og sendingarmáta, án fyrirvara.

Skilaréttur 

Vefverslun:

Framvísun reiknings eða skilamiði eru skilyrði fyrir vöruskilum.

Eftir að kaupandi hefur móttekið vöru er hann hvattur til að yfirfara vöruna og ganga úr skugga um að reikningur sé í samræmi við pöntun. Viðskiptavinur hefur rétt á að skila ógallaðri vöru í allt að 14 daga frá því að viðskiptavinur veitti vörunni viðtöku og fá hana að fullu endurgreidda. Endurgreiðsla vegna vöruskila nær aðeins til sjálfs vöruverðsins en annar kostnaður, svo sem vegna flutnings til eða frá kaupanda, er á ábyrgð kaupanda.

Við vöruskil gilda eftirfarandi skilyrði:

  • Að varan sé í fullkomnu lagi
  • Að varan sé ónotuð
  • Að varan sé í óuppteknum upprunalegum umbúðum

Pole Sport ehf. metur söluhæfi skilavöru og áskilur sér rétt til að hafna vöruskilum eða bjóða takmarkaða endurgreiðslu ef skilyrðum er áfátt.

Upphæð vöru er ávallt endurgreidd inn á þann greiðslumiðil sem notaður var við kaupin.

Ef kaupandi telur sig hafa fengið afhenta gallaða vöru ber honum að tilkynna það um leið og galla er vart með því að senda tilkynningu þess efnis á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Að öðrum kosti getur kaupandi glatað rétti sínum til endurgreiðslu. Framvísa þarf reikningi til staðfestingar að vara hafi verið keypt í H Verslun. Gölluð vara er endurgreidd ásamt sendingarkostnaði eða annað eintak af sömu vöru er sent til kaupanda honum að kostnaðarlausu.

Verslun:

Kvittun fyrir kaupum er skilyrði fyrir vöruskilum.

Viðskiptavinur getur skilað ógallaðri vöru í allt að 14 daga frá þeirri dagsetningu sem vísað er til á kvittun og fengið hana að fullu endurgreidda. Endurgreiðslan miðast við það söluverð sem tilgreint er á kvittun fyrir kaupunum. Eftir 14 daga frá vörukaupum er gefin út inneignarnóta samkvæmt söluverði vörunnar á kassakvittun. Skilafrestur á almennri vöru er að hámarki 30 dagar.

Við vöruskil gilda eftirfarandi skilyrði:

  • Að varan sé í fullkomnu lagi
  • Að varan sé ónotuð
  • Að varan sé í óuppteknum upprunalegum umbúðum

Pole Sport ehf metur söluhæfi skilavöru og áskilur sér rétt til að hafna vöruskilum eða bjóða takmarkaða endurgreiðslu ef skilyrðum er áfátt.

Upphæð vöru er ávallt endurgreidd inn á þann greiðslumiðil sem notaður var við kaupin.

Ef kaupandi telur sig hafa fengið afhenta gallaða vöru ber honum að tilkynna það í verslun eða með því að senda tilkynningu þess efnis á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. um leið og galla er vart. Að öðrum kosti getur kaupandi glatað rétti sínum til endurgreiðslu. Sýna þarf kvittun til staðfestingar að vara hafi verið keypt í Pole Sport. Sé vara gölluð fær kaupandu annað eintak af sömu vöru afhent.

Höfundaréttur

Allt efni sem birtist á vefsvæði vefverslunar s.s. texti, grafík, lógó og myndir, eru eign Pole Sport ehf.

Lög og varnarþing

Íslensk lög skulu gilda um viðskiptaskilmála þessa. Rísi ágreiningur milli aðila skal leitast við að leysa hann með samkomulagi. Um efni þessara viðskiptaskilmála eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir kærunefnd þjónustu- og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef ekki næst samkomulag skulu ágreiningsmál rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Heimilt er að vísa ágreiningi til gerðardóms ef báðir aðilar eru því samþykkir og skulu lög nr. 53/1989 um samningsbundna gerðardóma gilda um málsmeðferð fyrir gerðardómi.

Frekari upplýsingar

Hafi viðskiptavinur spurningar sem ekki má finna svör við í skilmálum þessum er hægt að senda fyrirspurn á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.