Upplýsingar um afhendingu
Afhending:
Allar pantanir innanlands eru afgreiddar og sendar innan tveggja til þriggja virkra daga.
Í einstaka tilfellum getur komið í ljós að vara sé uppseld. Viðskiptavinur er þá látinn vita næstu daga og boðið að fá pöntunina senda þegar varan kemur aftur eða að fá vöruna endurgreidda.
Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Pole Sport ehf ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Polesport.is til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda en við erum að sjálfsögðu til í að koma til móts við viðkomandi á einhvern hátt ef slíkt kemur upp.
Í einstaka tilvikum gæti viðskiptavinur þurft að greiða einhvern sendingarkostnað, sérstaklega þegar um er að ræða stærri pantanir sem senda þarf út á land og þarf það þá að vera samkomulag á milli kaupanda og seljanda. Þetta á við t.d um súlur, æfingatæki og fleira.
Vöruskil:
Skilafrestur 30 dagar frá dagsetningu kvittunar fyrir kaupum. Sé vöru skilað innan 14 daga frá þeirri dagsetningu býðst viðskiptavini full endurgreiðsla sem jafngildir upphaflegu kaupverði. Sé vöru skilað seinna en innan 14 daga býðst viðskiptavini hins vegar inneignarnóta.
Skil á vörum eru háð eftirfarandi skilyrðum:
Að framvísað sé kvittun fyrir kaupum á viðkomandi búnaði.
Að plastumbúðir (herptar, soðnar, límdar) og innsigli frá framleiðanda og sé ekki rofin.
Að vara teljist í söluhæfu ástandi.
Að allir aukahlutir sem fylgja eiga vörunni séu til staðar.
Að vara sé ekki útsöluvara.
Að vara sé ekki sérpöntuð eða sérsniðinn að þörfum viðskiptavinar.
Pole Sport ehf áskilur sér rétt til að hafna skilum á vörum eða neita viðskiptavini um fulla endurgreiðslu séu ofangreind skilyrði ekki uppfyllt.
Athuga skal að endurgreiðsla vegna skila á vörum nær aðeins til kaupverðs hans en annar kostnaður sem fellur til m.a. vegna flutnings á vöru er á ábyrgð viðskiptavinar.
Kvartanir:
Sé varan gölluð eða kaupandi á einhvern hátt óánægður með kaupin hvetjum við kaupanda til að hafa samband við okkur svo við getum leyst málið í sameiningu. Það er okkur mikilvægt að viðskiptavinir okkar séu ánægðir og því hvetjum við viðskiptavini okkar til að hafa samband telji þeir að vara eða þjónusta hafi verið ófullnægjandi.
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn eða endurgreiðum vöruna ef þess er krafist.