LANGAR ÞIG AÐ BYRJA AÐ ÆFA?

Hjá okkur getur þú byrjað það æfa þegar þér hentar. Þú býrð til aðgang á heimasíðunni okkar (Sign up flipanum), verslar þér meðlimakort og skráir þig í tíma. Það er svo einfalt.
Við bjóðum upp á opin byrjenda námskeið þar sem þú getur komið hvenær sem er vikunar í tíma þarft ekki að vera föst alltaf á sama tíma eða sama dag.  

 

POLE

Styrk, þokka, snerpu er blandað saman á þessu skemmtilega áhaldi sem súlur eru. Þær geta bæði snúist sem og verið festar. Á súlunni blöndum við saman við allskonar snúningum, dansi, hreyfi flæði, floorwork, styrktaræfingar og samhæfnis æfingum. Þú muntu auka styrk eftirbúks sem og liðleika. Ekki hafa neinar áhyggjur ef þú hefur ekki neinn grunn því við munum kenna þér allt sem þarf.

POLE DANCE

Langar þig að læra að hreyfa þig fallega, læra mjúkar hreyfingar og að tengja saman floorwork og súlu. Í Pole Dance fær kynþokkin að ráða ríkjum.

HOOP

Langar þig að hanga úr loftinu í loftfimleikahring? Þetta fallega seiðandi áhald er hringurinn er, hann hangir úr loftinu á snúnings ás. Í Aerial Hoop muntu læra fallegar æfingar og form inn í hringnum sem og læra að fara í mismunandi samsetningar, inn í honum fyrir ofan sem og fyrir neðan. Farið er í styrktar og liðleika æfingar sem munu byggja upp styrk og líkamsmeðvitund. Ekki hafa neinar áhyggjur ef þú hefur ekki neinn grunn því við munum kenna þér allt sem þarf. 

SILK

Langar þig að hanga úr loftinu í Silki? Svífa, lifa og njóta? Aerial Silk aka fabric eða Tissue er loftfimleika áhald sem eru tveir silki borðar sem hanga úr loftinu. Þú munt læra að klifra, skapa lásavefja og búa til fallegar stöður með silkinu og líkamanum. Þú munt byggja upp mikinn styrk, liðleika og samhæfingu en ekki hafa neinar áhyggjur ef þú ert ekki með grunn því við munum kenna þér það sem þú þarft á að halda.

BUNGEE FITNESS

Langar þig hoppa þig í form? Þú ferð í belti og ert tengdur upp í loftfimleika teygju, við munum kenna þér allskonar hopp, stökk og æfingar sem eiga eftir að koma þér í gott form sem og vera skemmtileg leið til að hreyfa allan líkaman. Be prepared for high intensity but low impact full body workout!

CORE & FLEX

Flex:
Langar þig að komast í splitt eða gera bakfettu? Fyrsta skrefið er að byrja að bæta liðleikan í Flex liðleikaþjálfun verður farið í grunn liðleika æfingar og byggt ofan á þær hægt og rólega. Við leggjum áherslu á að hjálpa hverjum og einum nemanda á þeim stað sem þeir eru og hjálpum þér að ná þínum liðleika markmiðum.

Core: 
Tímarnir eru hannaðir til að bæta styrk og þol. Gerðar eru þrekæfingar, hreyfi tegjur, styrkar og kjarna æfingar. Við byggjum hægt og rólega ofan á grunn hvers og eins og henta þessir tímar byrjendum sem framhalds nemendum.

OPEN STUDIO

Viltu koma og æfa þig ein/nn eða með vin. Þá eru Open Studio fyrir þig, þú færð áhald að eigin vali og pláss til að æfa það sem þig langar. Skráðu þig og komdu að hanga.

EINKATÍMI

Langar þig að ná einhverju ákveðnu trikki, vantar þig aðstoð við að setja saman liðleika eða styrktarprógram, ertu að æfa þig fyrir til þess að Level Up? Þú færð 1 klst. með þjálfara sem aðstoðar þig við það sem þig langar að læra.

PERFORMANCE DANCE

Komdu og lærðu seiðandi dansspor með hinni einu sönnu Glow Evans. Hair flick and dips, snúningar, stökk og alvöru spor eru kennd í þessum tímum. Tímarnir eru bigðir þannig upp að allir geta tekið þátt hvort sem þú ert alger byrjandi eða vanur dansari.

KRAKKA & UNGLINGAR POLE & LOFTFIMLEIKAR

Vorönn 2023 - 14 vikur

Krakka 6 - 10 ára - Pole & Loftfimleikar
föstudagar kl 17:00 &/eða sunnudagar kl 14:00
Þjálfari: Anna Hera

Unglingar 11 - 17 ára - Pole & Loftfimleikar
mánudaga & miðvikudaga kl 16:00
Þjálfari: Irianna (kennsla fer fram á ensku)


Önnin hefst 16 janúar og er til 30. apríl.

Páskafrí - 4. apríl út 10. apríl

Nemendasýning 29. apríl kl 16:00
Nemendur fá fría miða fyrir foreldra og systkini.
Búningar fyrir hópatriði eru skaffaðir af Pole Sport, óski nemendur eftir að fá að vera með einkaatriði þurfa þau að útvega eigin búninga.

HANDSTANDS

Handstands
Langar þig að læra að standa á höndum?
Í handstands með hinum eina sanna Sigga Flikk er farið vel í grunn atriði fyrir Handstöður og önnur handstöðu trikk sem og eru gerðar þrekaæfingar.
Þessir tímar henta öllum sama hvort þú ert að taka þín fyrstu skref eða ert þaul vanur íþróttamaður.