LANGAR ÞIG AÐ BYRJA AÐ ÆFA?

Hjá okkur getur þú byrjað það æfa hvenær sem er.
Við bjóðum upp á opin byrjenda námskeið, þú skráir þig þegar þér hentar!
Þú býrð til aðgang á heimasíðunni okkar (Sign up flipanum), verslar þér meðlimakort og skráir þig í tíma. Það er svo einfalt.

Að búa til aðgang:
1. Sign up - Flipinn
2. Create your account
3. Klikkaðu á “Take Actions” takkan
4. Skrifa undir Main Liability wavers and studio rules
5. Ferð í Buy Item og velur þér meðlimakort
6. Ýtir á logoið og skráir þig í tíma

7. Einnig er hægt að adda appinu okkar í App Store eða Google Play Store. Ath. stærri pakkatilboð birtast ekki í appinu.
Image
Image

POLE

Styrk, þokka og snerpu er blandað saman á þessu skemmtilega áhaldi. Súlurnar geta bæði snúist sem og verið festar. Á súlunni blöndum við saman allskonar snúningum, dansi, styrktaræfingum, flæði, floorwoork og samhæfnis æfingum (tækni).
Þú muntu auka allan styrk og liðleika. Ekki hafa neinar áhyggjur ef þú hefur ekki grunn því þú munt læra allt sem þarf.

POLE DANCE

Langar þig að læra að hreyfa þig fallega, læra mjúkar hreyfingar og að tengja saman floorwork og súlu? Þá eru þessir tímar fyrir þig. Í Pole Dance munt þú að finna þína innri gyðju í gegnum dans og hreyfingar og þú getur leyft kynþokkanum að ráða ríkjum.

Í þessum tímum eru kenndar dansrútínur og stakar dansæfingar sem henta byrjendum sem og lengra komnum.

AERIAL HOOP

Langar þig að hanga úr loftinu í loftfimleikahring? Hoop einnig kallað Lyra er fallegt og seiðandi áhald sem hangir úr loftinu á snúnings ás.
Í Hoop muntu læra fallegar æfingar og form inn í hringnum sem og læra að fara í mismunandi samsetningar inn í hringnum, fyrir ofan og fyrir neðan hann. Farið er í styrktar og liðleika æfingar sem munu byggja upp styrk og líkamsmeðvitund. Ekki hafa neinar áhyggjur ef þú hefur ekki neinn grunn því þú munt læra allt sem þarf.

SILK

Langar þig að hanga úr loftinu í Silki? Svífa, lifa og njóta? Silk stundum kallað Fabric eða Tissue er loftfimleika áhald þar sem tveir silki borðar hanga úr loftinu. Þú munt læra að klifra, skapa lásavefjur og búa til fallegar stöður með silkinu og líkamanum. Þú munt byggja upp mikinn styrk, liðleika og samhæfingu en ekki hafa neinar áhyggjur ef þú ert ekki með grunn því þú munt læra allt sem þarf.

BUNGEE FITNESS

Langar þig hoppa þig í form? Þú ferð í belti og ert tengd/ur upp í loftfimleika teygju, við munum kenna þér allskonar hopp, stökk og æfingar sem eiga eftir að koma þér í gott form sem og vera skemmtileg leið til að hreyfa allan líkaman. Be prepared for high intensity but low impact full body workout!

LIÐLEIKI

Flex:
Langar þig að komast í splitt eða gera bakfettu? Fyrsta skrefið er að byrja að bæta liðleikan. Í Flex liðleikaþjálfun er farið í grunn liðleika æfingar og byggt ofan á þær hægt og rólega. Við leggjum áherslu á að hjálpa hverjum og einum nemanda á þeim stað sem þeir eru og hjálpum þér að ná þínum liðleika markmiðum.

OPEN STUDIO

Viltu koma og æfa þig ein/nn eða með vin. Þá eru Open Studio fyrir þig, þú færð áhald að eigin vali og pláss til að æfa það sem þig langar. Skráðu þig og komdu að hanga.

EINKATÍMI

Langar þig að ná einhverju ákveðnu trikki, vantar þig aðstoð við að setja saman liðleika eða styrktarprógram, viltu að þjálfari meti hvort þú komist upp í næsta level?
Hver tími er 1 klst. með þjálfara sem aðstoðar þig við það sem þig langar að læra.
Hægt er að bóka staka klst eða fá pakka tilboð.

V.I.P

Langar þig að æfa þig utan dagskráar? Þá er V.I.P fyrir þig.
Þú færð aðgang að aðstöðu Pole Sport allan sólahringinn utan dagskráar. Skráning fer fram á heimasíðu okkar og hægt er að sjá laus pláss undir V.I.P í calander sem og að skrá sig þar. Eftir að nemandi skráir sig fær hann tölvupóst 1 klst fyrir bókaðan tíma, í tölvupóstinum eru allar upplýsingar sem og reglur sem þarf að fylgja.