Keppnisgjald Opið Innanhúsmót 25. maí 2019

6.900 kr.

SKU: keppnisgjald Flokkar:

Lýsing

Opið Innanhúskeppni Pole Sport 25. maí 2019

– Reglur –

 

 1. Dómarar hafa vald til að stöðva atriði af heilsu- og/eða öryggisástæðum keppenda.
 2. Dómarar hafa vald til að vísa keppanda úr keppni ef keppandi brýtur reglur.
 3. Keppendur bera ábyrgð á eigum sínum á keppninni, keppnishaldari er ekki ábyrgur ef verðmunir glatast á æfingatímabili eða keppnisdegi.
 4. Allir keppendur þurfa að vera tilbúnir í myndatöku bæði fyrir og eftir keppni.
 5. Ákvöðrun dómara stendur og verður ekki breytt.
 6. Keppendur eru á sinni ábyrgð hvað varðar slys á æfingum fyrir þáttöku í keppninni og taka þeir þátt af fúsum og frjálsum vilja.
 7. Keppnishaldari áskilur sér rétt til að breyta reglum ef þörf krefur, en keppendur munu vera upplýstir um það ef svo kemur til.
 8. Keppnishaldari hefur leyfi til að nota myndir og myndbönd af keppendum frá keppninni.
 9. Keppendur mega ekki vera undir áhrifum áfengis eða annara vímuefna á meðan keppninni stendur, einnig er neysla ólöglegra fæðubóta óheimil.
 10. Ef keppandi hættir við þáttöku skal hann tilkynna það til keppnishaldara fyrir 1. maí á tölvupósti polesport@polesport.is.
 11. Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í öllum flokkum og þáttökuskýrteini fyrir alla keppendur.
 12. Erfiðleikastig eru þrjú og hver og einn nemandi skal skrá sig á það erfiðleika setig sem er viðeigandi.
 13. Byrjendaflokkur

Framhaldsflokkur

Afreksflokkur

 1. Keppt verður í sjö flokkum:

Pole Krakka (8- 11 ára)

Pole Unglingar (12- 17 ára)

Pole – byrjendur, framhald og Afreksflokkur (18+)

Pole Fabric – byrjendur og framhald (18+)

Lyra – byrjendur & framhald (18+)

Aerial sling/ hammock – byrjendur & framhald (18+)

Lengd atriðis :

Afreks 3:30-5:00 mín

Framhald 3:00-3:30 mín

Byrjendur 2:30-3:00 mín

Unglingar 2:00-2:30 mín

Krakkar 1:30-2:00 mín

 

 1. Rigg á áhöldum.

Keppendur hafa leyfi til að rigga á hald að eigin vild, hæð, lengd eða static og spin. Keppendur meiga einnig koma með sín eigin áhöld að utanskildum súlum , nefna má lyra, silki.

 1. Klæðnaður þarf að vera smekklegur og í samræmi við atriði. Öll snið og stílar á atriði eru leyfð, en ef dómurum þykir atriði óviðeigandi verður keppandi dæmdur úr keppni, við minnum á það þetta er fjölskildu viðburður. Allir aukahlutir leyfðir en þurfa samþykki keppnishaldara.
 2. Hjálparefni til að bæta grip eru leyfð, bæði á líkama og hendur, en keppnishaldari þarf að samþykkja efnið. Keppandi þarf að tilkynna það til keppnishaldara hvaða efni hann notar, ef auðvelt er að þrífa það af súlunum mun keppnishaldari samþykkja efnið.
 3. Einkunnagjöf dómara er frá 0 – 10 í öllum fjórum hlutum, þar sem allir hlutar vega það sama, eða 25%. Sá keppandi sem hefur flest stig

í lokin stendur uppi sem sigurvegari. Vægi í stigagjöf er það sama í öllum flokkum.

 1. Skráning: Til að skráning teljist gild þá þarf að fylla út umsóknareyðublað, skila til keppnishaldara og greiða keppnisgjald.

Loka dagsetning umsókna er 15. apríl. Keppnisgjalder 6.900 kr. (Keppnisgjald verður ekki endurgreitt þó keppandi hættir       við þátttöku)

 1. Tónlist þarf að skila inn fyrir 15. apríl. Tónlist má vera á upprunalegu formi eða klippt saman, svo lengi sem það berist til

keppnishaldara sem ein skrá (file) á polesport@polesport.is

 

 

________________________________________________

Opið Innanhúsmót Pole Sport

Innanhúsmótið verður haldið 25. maí 2019 í Stangarhyl 7.

Þetta er opið mót og allir eru velkomnir að taka þátt í þetta er skemmtilegur fjölskildu

viðburður  með þægilegum opnum & auðveldum reglum.

 

Húsið opnar fyrir áhorfendur kl: 18:15

Mótið hefst kl.18:30

Opið rennsli verður frá kl. 16:00 til 18:00

Keppnisfundur SKILDUMÆTING! – 18:00

 

Kynnir mótsinns er Vala Eiríksdóttir útvarpskona á FM 957

 

Þegar þú ert búin/nn að greiða staðfestingargjaldið þá geturu nýtt þér keppnistilboðin.

 

10% -15% afsl. af keppnisbúningum

10% afsl. af gripum

10% afsl. af hönskum

10% afsl. af hnéhlífum

 

Dómarar

Dómari 1 –  Eva Margrét (yfirdómari)

Dómari 2 – Ingunn Ragna

Dómari 3 – Carissa Baktey

Dómari 4 – Clara Guðjóns.

 

Skráning er hafin í móttöku Pole Sport eða á tölvupósti okkar polesport@polesport.is