Halldóra Kröyer er eigandi Pole Sport og hefur verið á súlunni síðan árið 2006. En það var ekki fyrr en 2009 sem haldóra fór að sinna æfa fyrir einhverja alvöru. Halldóra stofnaði sitt fyrsta Pole Studío árið 2010 og hér það Xform, desember sama ár seldi hún sinn hlut og stofnaði Pole Sport í janúar 2011.
Menntun:
Íþróttafræði FB
Einkaþjálfari 2008
Yoga Aliance 2009
Pole Fitness Instructor North Pole 2012
Vault Aerial Lyra Instructor 2013
Fusion Fitness Þrek þjálfari 2013
TRT (trigger point) 2013
Spin City Beginner Hoop 2014
Spin City Int. Hoop 2014
Spin City Pole Fabric 2014
Vinna:
Yoga kennari World Class á árunum 2009 - 2010
Magadanshúsið 2009
Xform Dance Studio 2010
Heilsu Akademían Pole Fitness2010 - 2012
VBC Bardagamiðstöð - Tegjutímar 2012
Samdi dans fyrir leikritið EDDAN 60 ára árið 2015
Viðburðir og mót:
Halldóra hefur haldið fjöldan allan af sýningum og mótum síðan 2010 nefna má:
Pole Fitness & Dance Íslandsmeistaramót 2010
Pole Fit Open 2015, 2016, 2017
IAAC 2018
Iron X Meistaramót 2015, 2016, 2017 og 2018
Fjöldan allan að innanhúsmótum og sýningum síðan 2011
Hanna Roznowska
Sól Stefánsdóttir
Sól Stefánsdóttir hefur starfað hjá Pole Sport síðan haustið 2016.
Hún tekur að sér einkatíma og hóptíma. Hún kláraði stúdentinn vorið 2016 við Menntaskólanum við Sund af hagfræðikjörsviði. Hún hefur tekið þó nokkur réttindi í fimleikum og er fimleikaþjálfari hjá Ármanni. Síðan hefur hún lokið við dómararéttindi í fimleikum. Hún var sjálf að æfa fimleika í afrekshóp í 10 ár áður en hún byrjaði í Pole Sport í byrjun árs 2014.
Sól keppti á sínu fyrsta móti eftir að hafa æft í 4 mánuði, á Innanhússkeppninni árið 2014 og hafði hún 1. sætið. Hún hefur keppt a nokkrum mótum hér heima og erlendis líka. Hún starfar einnig sem flugfreyja hjá WOW Air.
Keppnir og sæti:
1. sæti á Innanhúsmóti í byrjendum 2014.
2. sæti á evrópumóti í Prag 2014.
1. sæti Iron X 2015.
1. sæti á Pole fit open í afreksflokki 2015.
1. sæti á Innanhúsmóti í afreksflokki 2015.
Pole art í Cyprus í afreksflokki 2015.
1. sæti á Pole Fit open í afreksflokki 2016.
1.sæti á Pole Fit open í afreksflokki 2017.
Rakel Rún Reynisdóttir
Rakel Rún Reynisdóttir hóf störf í Pole Sport 2018.
Rakel æfði pole fyrst 2012 í ár en byrjaði aftur 2018.
2 sæti á íslandsmeistaramóti IronX 2018.
1 sæti framhaldsflokk á innanhússmóti Pole Sport 2019.
Ástrós Steingrímsdóttir
Ástrós hóf störf hjá Pole Sport árið 2017.
Hún kennir Lýru en áður æfði hún fimleika hjá Gerplu, í 10 ár, auk þess sem hún þjálfaði þar áður en hún byrjaði að stunda loftfimleika árið 2012. Þá byrjaði hún í loftfimleika Silki með Sirkus Öskju. Árið 2014 flutti hún til Amsterdam þar sem hún æfði Lýru, Silki og Akró.
Ástrós hefur lokið bæði þjálfara og dómaranámskeiði frá FSÍ og stefnir á að ljúka Lýru þjálfara námskeiði frá Spin City í sumar. Hún hefur sýnt á viðburðum s.s. árshátíðum, Pole Fit Open og viðburðum á vegum Rauðaskáldhússins.
Guðný Ósk Sigurðardóttir
Auður Ragnars
Auður hóf störf hjá Pole Sport í janúar 2018.
Auður byrjaði að æfa hjá Pole Sport í mars 2017 . Hún er dansari og danskennari að mennt. Auður útskrifaðist af nútímalistdansbraut frá Klassíska Listdansskólanum 2006. Hún lauk BFA gráðu í samtímadansi og danssmíðum frá Concordia Háskóla í Montréal í Kanada 2013 og M.Art.Ed gráðu frá Listaháskóla Íslands 2016.
Keppnir og sæti: 2. sæti á Innanhússmóti Pole Sport í byrjendaflokki 2017
2. sæti á Innanhúsmóti Pole Sport í Framhaldsflokk og Pole Fabric framhaldsflokki 2018
1. sæti á Iceland Aerial Arts Championship í Pole Fabric framhaldsflokki 2018
Eva Margrét Sigmundsdótttir
Eva Margrét byrjaði að þjálfa hjá Pole Sport árið 2012 og er starfsmaður nr. 2 sem Pole Sport réði til sín.
Hún er með góðan grunn í pole og magadansi. Árið 2006 byrjaði hún að æfa í Magadanshúsinu og árið 2008 í Happy Eyes studio. Hún byrjaði að stunda pole hjá Pole Sport árið 2011 og árið 2012 tók hún Polefitness instructor námskeið hjá North Pole studio í Svíþjóð.
Bára Jónsdóttir
Bára Jónsdóttir hefur starfað hjá Pole Sport frá og með vori 2020.
Hún er með lokaða námskeiðið Pole með Báru, einnig tekur hún að sér einkatíma og hópefli. Hún kláraði stúdentinn vorið 2011 við Menntaskólann á Ísafirði af náttúrufræði braut, einnig útskrifaðist hún í píanóleik við tónlistarskóla Ísafjarðar og hélt tónleika þar vorið 2011. Bára er lærður förðunarfræðingur og rekur skólann Beautytrix.is. Einnig er hún með opna samfélagsmiðla með góðan fylgendahóp þar sem hún sýnir m.a. farðanir. Hún æfði djazz ballet á yngri árum, einnig bjó hún í Dóminíska lýðveldinu sem skiptinemi í 1 ár og lærði þar salsa.
Bára byrjaði í Pole Sport í byrjun árs 2015 og keppti á sínu fyrsta Pole móti eftir að hafa æft í 6 vikur á Innanhússkeppninni árið 2015 og aftur hálfu árið síðar. Hún hefur keppt á nokkrum mótum hér heima sem og erlendis í pole og bikiní fitness.
Keppnir og sæti:
2. sæti á Pole Fit Open
Þrefaldur Íslandsmeistari í bikinífitness 2017
5. sæti Arnold Classic USA 2018
Topp 10 Arnold model search USA
2. sæti bikinífitness 2 Bros Pro í London
Ástý Björnsdóttir
“Ástý” Ásthildur Björnsdóttir
Ástý hóf störf hjá Pole Sport 2016 og starfar í afgreiðslu Pole Sport, við bókhald, skipulagningu viðburða, viðhald heimasíðu sem og fleiri verkefni.
Ástý lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð í desember 2001 af félagsfræðibraut, en hafði tekið sér hlé til að vera heima og sjá um börn og heimili.
Árið 2007 lauk hún bókhaldsnámskeiði frá Nýja Tölvu- og Viðskiptaskólanum.
Hún lagði stund á samkvæmisdansa með manni sínum og eiga þau 2 íslandsmeistaratitla í flokki Senior í Standard dönsum. Þegar hún kynntist súluíþróttinni varð ekki aftur snúið og hefur hún nú tekið súluna fram yfir samkvæmisdansana en hún skráði sig á byrjendanámskeið í Pole Sport í febrúar 2016.
Magnea Íris Jónsdóttir
Magnea hefur starfað hjá Pole Sport frá árinu 2012.
Magnea hefur áralanga reynslu af loftfimleikum en nefna má silki, lyra, Trapíza, pole, hammock og acro. Hún lærði hjá Orlando circus art school, Antigravity Orlando, EAAC í Edinborg og er með kennara réttindi frá Vault Aerial Arts Houston. Hún lauk Anatomy and Physiology námskeiði frá Spin City árið 2017.
Magnea hefur verið í Sirkus Öskju bæði sem kennari og sýnt á sýningum á vegum Sirkusins.